Upplýsingablað fyrir aðgerðir
Leiðbeiningar til sjúklinga og foreldra barna sem fara í skurðaðgerð í svæfingu og eða slævingu
Undirbúningur
- Eftirfarandi upplýsingar eru til þess að tryggja öryggi þitt eða barns þíns sem best og upplýsa um það hvers má vænta í tengslum við aðgerðina og svæfinguna.
- Sjáðu til þess að einhver geti sótt þig og verið hjá þér fyrst eftir aðgerð.
- Ef langt er heim, er gott að hafa aðstöðu til að vera á Akureyri eða nágrenni fyrstu nóttina.
- Þú mátt ekki keyra bíl daginn sem þú ert í aðgerð, hvort heldur sem þú færð svæfingu eða sljógvandi lyf.
Fasta og lyf sem tekin eru reglulega
- Ekkert má borða í 6 klukkustundir fyrir aðgerð (oftast er best að borða ekkert eftir miðnætti kvöldið fyrir aðgerð).
- Drekka á tæra, agnalausa og fitulausa vökva þar til 2 klukkustundum fyrir aðgerð (svo sem vatn, eplasafa, hreint te, svart kaffi, Aqvarius, Powerade, Gatorade eða sambærilega drykki.) Ekki má drekka neina mjólkurdrykki, þetta á einnig við um brjóstamjólk.
- Venja er að taka öll lyf samkvæmt venju, sérstaklega astmalyf og blóðþrýstingslyf. Oft þarf að hætta að taka blóðþynnandi lyf fyrir aðgerð, en þó aðeins í samráði við lækni.
- Ef tekin eru einhver lyf að morgni má taka þau með vatnsopa allt að klukkustund fyrir mætingu.
- Ekki nota tyggjó eða tóbak í 2 tíma fyrir aðgerð.
- Fjarlægðu skartgripi, (sérstaklega tungulokka) fyrir komu.
Verkjalyf
- EMLA plástur má nota til að deyfa fyrir æðaleggsuppsetningu. Fæst án lyfseðils í apótekum. Plástrana þarf að setja á 2 til 3 æðabera staði (handabök og olnbogabót) 60-90 mínútum fyrir komu. Gott að nota ef börn kjósa að sleppa við að sofna á maska.
- Paracetamól (töflur eða stíla, en EKKI mixtúru) einni klukkustund fyrir aðgerð samkvæmt eftirfarandi töflu:
Þyngd [kg] | Paracetamól [mg] | Þyngd [kg] | Paracetamól [mg] |
---|---|---|---|
8-9 | 250 | 19-24 | 750 |
10-11 | 375 | 25-50 | 1000 |
13-15 | 500 | 50-100 | 1500 |
16-18 | 625 | >100 | 2000 |
Athugið að þessir stóru skammtar gilda aðeins fyrir aðgerðir
Hvað gerist á aðgerðardaginn?
- Á Læknastofum Akureyrar gefur þú þig fram við móttökuritara. Þar færðu eyðublað til að fylla í varðandi heilsufar, ef það hefur ekki verið gert áður.
- Svæfingalæknir/hjúkrunarfræðingur, fer yfir heilsufar, föstu og gefur upplýsingar um svæfinguna.
- Settur er æðaleggur í æð og oftast er svæft með lyfjum í æð. Börn eru oftast svæfð með grímu sem sett er yfir vit barnsins. Þau sofna á innan við mínútu. Foreldrar eru hjá börnum þar til þau sofna.
- Eftir aðgerðina er fylgst með þér þangað til viðkomandi er tilbúin(n) að fara heim, oftast eftir ½-2 klukkustundir. Ógleði og verkir geta komið eftir allar aðgerðir, en reynt er að fyrirbyggja það og meðhöndla fljótt. Foreldrar eru með börnum sínum á vöknun. Heimsóknir eru almennt ekki leyfðar á vöknun og notkun farsíma er takmörkuð.
- Skurðlæknir ræðir við þig áður en þú ferð heim og gefur þér ráðleggingar varðandi eftirmeðferð.
Ef vandamál koma upp
- Símanúmer á Læknastofum Akureyrar: 462 2000
- Neyðarsími fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð: 842 5333
- Ef vandamál koma upp síðar og þú nærð ekki í þinn lækni er hægt að leita til heimilislæknis, vaktlæknis eða á bráðamóttökur sjúkrahúsa.
- Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Læknastofu Akureyrar www.lak.is