Um okkur
Læknastofur Akureyrar er einkarekið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu.
Þetta er fyrirtæki sérfræðilækna, sem hafa að markmiði að vera leiðandi innan læknisfræðilegrar og annarrar heilsutengdrar þjónustu og veita öllum gæðaþjónustu er þangað leita.
- Tímabókanir hjá læknum og öðrum sérfræðingum sem hafa aðstöðu á Læknastofum Akureyrar eru í síma 462-2000 alla virka daga frá 10-12 og kl 13-14.
- Starfsemin samanstendur af hefðbundnum læknastofum með sérfræðimóttöku og skurðstofum, þar sem ferliverkaaðgerðir eru framkvæmdar. Einnig hafa ýmsir aðrir sérfræðingar aðstöðu hjá læknastofunum.
- Læknastofur Akureyrar sinna sjúklingum á öllum aldri og hvaðan sem er af landinu.
- Rafrænt sjúkraskrárkerfi er notað af flestum læknunum sem þar starfa en það tekur yfir sjúkraskrár, bókanir, reikningagerð og annað er tengist meðferð og skoðun sjúklinga sem og eftirliti þeirra. Á sjálfum læknastofunum er unnið gegnum lokað netkerfi. Hver notandi er með sitt eigið notandanafn og lykilorð.
- Fræðsludagur starfsfólks er haldinn árlega. Einnig er þjálfun og æfing viðbragða í bráðatilfellum yfirfarin árlega. Hið sama gildir um brunavarnir og viðbrögð við bruna.
- Læknastofur Akureyrar styðja við listastarfsemi á Akureyri með rekstri gallerýs, Gallerý LAK þar sem ýmsir listamenn hafa sýnt verk sín.