Persónuvernd

Persónuverndarstefna

PERSÓNUVERNDARSTEFNA 

 

  • Læknastofur Akureyrar hafa það að markmiði að tryggja öryggi í meðferð persónugreinanlegra gagna í allri starfsemi fyrirtækisins í samræmi við lög og reglur er gilda um persónuvernd. 

 

  • Persónuverndarstefna Læknastofa Akureyrar tekur til perónugreinanlegra upplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Hvort sem um er að ræða skráningar, vörslu eða vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. 

 

  • Lög gilda um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.  

 

  • Læknastofur Akureyrar ehf bera ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Læknastofur Akureyrar sem hafa aðsetur í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri eru löglegir stjórnendur þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Til að hafa samband við okkur vegna persónuupplýsinga, vinsamlegast sendið skriflega fyrirspurn personuvernd@lak.is eða hafið samband í síma 4622000. 

 

  • Þær upplýsingar sem Læknastofur Akureyrar kunna að safna um þig eru eftirfarandi:


  • Nafn, símanúmer og netfang til að geta gengið frá tímabókunum og uppfyllt lagalegar skyldur okkar við að skrá sjúkraskrá þína við viðtal, símtal, meðferð eða önnur samskipti sem hafa með heilsufar þitt að gera. 
  • Nafn þitt, kennitölu, eðli, umfang og dagsetning viðskipta til að geta uppfyllt skyldu okkar samkvæmt bókhaldslögum. 
  • Upplýsingar um ofnæmi eða aðra heilsufarsbresti með þínu samþykki til að geta verndað hagsmuni þína og annarra. 
  •  Nafn þitt, kyn, símanúmer og netfang með þínu samþykki til að geta haft samband við þig til að sinna eftirliti 

 

  • Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum. 


  • Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við deilum einnig upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með okkur við gæða og eftirlitsstarf. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.  

  

  • Læknastofur Akureyrar ehf munu eftir fremsta megni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir eftir þörfum.  Ef möguleiki er á að persónuupplýsingar um þig kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.  

 

  • Þú átt rétt á og getur óskað eftir persónugreinanlegum upplýsingum um þig með því að senda skriflega fyrirspurn á personuvernd@lak.is  . Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan ákveðins tíma. 

 

  • Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; www.lak.is  Við tökum öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurn og ábendingar. 


Share by: