Björn Gunnarsson
Svæfinga -og gjörgæslulæknir
- Lauk embættispófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990
- Fékk almennt lækningaleyfi 1991, eftir kandidatsár á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
- Stundaði fyrst sérnám í barnalækningum við University of Wisconsin Children´s Hospital í Bandaríkjunum og í barna- og nýburagjörgæslulækningum við Children's Hospital of Buffalo.
- Lagði síðan stund á sérnám í svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði við Sjúkrahúsið á Akureyri, St.Olavs Hospital í Þrándheimi og Landspítala.
- Starfar sem sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri.
- Starfar einnig sem svæfingalæknir á Læknastofum Akureyrar.
- Auk þessa hefur hann verið fluglæknir með hléum frá árinu 1996, fyrst í Bandaríkjunum, síðan á Akureyri og nú síðast á björgunarþyrlu á Ørland í Noregi.