Septum - Rétting á miðssnesi

Septum - Rétting á miðssnesi

Verkir og verkjameðferð

Fyrstu dagana getur þú verið með verki. Þeir geta verið staðbundnir við nefið, leitt niður í efri tanngarðinn, út í kinnbeinin og upp í enni. Margir finna fyrir höfuðverk daginn eftir aðgerðina. 

Oftast dugar að taka Parasetamol en stundum ávísar læknirinn lyfseðli upp á sterkari vekjalyf.

Þú mátt alls ekki taka lyf sem innihalda Aspirín eða önnur bólgueyðandi lyf s.s. Íbúfen, Naproxen, Voltaren eða Vóstar, vegna blæðingahættu á meðan nefið er að gróa, en það tekur um 2-4 vikur.

Ef þú færð stoðir í nefið, þá eru fjarlægðar eftir 1-7 daga. Læknirinn leggur línurnar fyrir framhaldið í þeirri skoðun. Þú færð tíma í þá endurkomu þegar þú ferð heim..


Matur og drykkur

Þú mátt borða og drekka um leið og þú treystir þér til. Forðastu heita drykki s.s kaffi og te þar til stoðirnar hafa verið fjarlægðar úr nefinu.


Blæðingarhætta

Oft blæðir úr nefinu á meðan þú ert á vöknun og er það eðlilegt. Ef skyndileg blæðing verður er heim er komið þá hafðu samband við lækni. Gott er að setja kaldan bakstur varlega á nefið til að draga úr blæðingunni.


Hreyfing

Algengast er að vera frá vinnu í 2-3 vikur. Forðastu mikla áreynslu s.s. íþróttir fyrstu vikurnar á meðan að brjóskið er a gróa. Þú mátt ekki fara í sund, gufubað eða heita potta fyrstu 2-3 vikurnar, eða þar til að sárið í nefinu er gróið.


Athugið: Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 


Gangi þér vel



Erlingur Hugi Kristvinsson

Hannes Petersen


Share by: