Losun á miðtaug í úlnlið (Carpal tunnel) - Ágúst

   Losun á miðtaug í úlnlið (Carpal tunnel) - Ágúst

Verkir

Fyrstu dagana getur þú haft óþægindi í úlnliðnum og þá er best að taka t.d. paracetamol og ibufen, sem hægt er að fá án lyfseðils. 

Mikilvægt er að halda hendinni í hjartahæð til að draga úr þrota og verkjum á aðgerðarsvæðinu.

Ef þetta duga ekki skalt þú hafa samband við lækni.


Saumar og umbúðir

Umbúðirnar eiga að vera þéttar og þægilegar. Við mikla verki eða bólgu á fingrum er rétt að losa umbúðirnar og setja þær aftur á en lausari. Þú skalt hafa umbúðirnar á hendinni fyrstu 5–7 dagana eftir aðgerð. Þá er gott að þvo höndina með mildu sápuvatni og setja minni umbúðir á skurðsárið. Ekki þarf að taka sauma.

Þér er óhætt að fara í sturtu daginn eftir aðgerð en þú þarft að tryggja að umbúðirnar blotni ekki - notið plastpoka. Umbúðirnar þurfa að haldast þurrar fyrstu 5–7 dagana. 

Slepptu alveg að fara í baðkar, sund og heita potta á meðan sárið er að gróa (4 vikur) vegna sýkingarhættu.


Hreyfing

Gott er að hreyfa fingurnar þegar deyfingin er farin úr þeim og auka svo hreyfinguna smám saman. Þér er óhætt að fara að stunda líkamsrækt ca. 4 vikum eftir aðgerð.


Vinna

Þú getur reiknað með að vera í 2–6 vikur frá vinnu, en það fer líka eftir því við hvað þú starfar.

Hafðu samband við lækni ef það fer að bera á mikilli bólgu, roða eða auknum verkjum.

 

Athugið

Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 


Ágúst Birgisson:  Neyðarsími 662 2088    agust@laeknastofurreykjavikur.is 

Share by: