Covid - 19 mótefnamælingar byrjaðar á Læknastofum Akureyrar
Læknastofur Akureyrar bjóða nú upp á mótefnamælingar fyrir Covid - 19, í samstarfi við Sameind.
Verðum á þriðjudögum frá kl. 9.00-12.00.
En til að anna eftirspurn verður boðið upp á mælingar þrjá daga í þessari viku 22.-24. september,
frá kl. 9.00 -12. Eftir það verður það einungis á þriðjudögum.
Ekki er þörf á beiðni frá lækni til að koma í mótefnamælingu - engar tímabókanir, það nægir að mæta á Læknastofur Akureyrar.
Ekki er þörf á að vera fastandi fyrir Covid-19 mótefnamælinguna. Niðurstöður eru sendar í sms-i innan sólarhrings frá sýnatöku.
Kostnaður við mælingu ásamt blóðsýnatöku er 4.900 kr.
Einstaklingar sem greinast jákvæðir í mótefnamælingunni geta fengið vottorð þess efnis.
Sjá frétt : Covid - 19 mótefnamælingar á Læknastofum Akureyrar