LŠknastofur Akureyrar

ŮagmŠlska og vir­ing MikilvŠgt er a­ bŠ­i einstaklingar/sj˙klingar og a­standendur ■eirra, haldi ■eim upplřsingum sem ■eir kunna a­ heyraáog ver­a vitni

ŮagmŠlska og vir­ing

Þagmælska og virðing
  • Mikilvægt er að bæði einstaklingar/sjúklingar og aðstandendur þeirra, haldi þeim upplýsingum sem þeir kunna að heyra og verða vitni að út af fyrir sig. Þetta á sérstaklega við um það sem lýtur að öðrum sjúklingum/einstaklingum á Læknastofum Akureyrar.


Þagnarskylda starfsfólks
 
  • Starfsmenn Læknastofa Akureyrar eru bundnir trúnaði við sína skjólstæðinga og aðstandendur þeirra.
 

Lög um réttindi sjúklinga frá 1. júlí 1997 kveða skýrt á um þagnarskylduna sbr. 12. og 13. gr.

"Starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skal gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Þagnarskyldan helst þó að sjúklingur andist og þó að starfsmaður láti af störfum. Mæli ríkar ástæður með því getur starfsmaður látið í té upplýsingar með hliðsjón af vilja hins látna og hagsmunum hlutaðeigandi. Sé starfsmaður í vafa getur hann borið málið undir landlækni".

Með undirskrift sinni á ráðningarsamning gangast starfsmenn undir þagarskylduna.

Undanþágur frá þagnarskyldu

"Þagnarskylda nær ekki til atvika sem starfsmanni í heilbrigðisþjónustu ber að tilkynna um samkvæmt öðrum lagaákvæðum, t.d. ákvæðum barnaverndarlaga. Í þeim tilvikum ber starfsmanni skylda til að koma upplýsingum um atvikið á framfæri við þar til bær yfirvöld".

"Samþykki sjúklings eða forráðamanns leysir starfsmann undan þagnarskyldu. Um vitnaskyldu starfsmanna í heilbrigðisþjónustu gilda ákvæði læknalaga".

 

 

SvŠ­i

LŠknastofur Akureyrar á| áGlerßrtorgi - 2. hŠ­ á| áSÝmi 462 2000 á| áritari@lak.isá