Bl÷­ruspeglun

FramkvŠmd Rannsˇknin er nŠrri alltaf ger­ Ý sta­deyfingu ■ar sem deyfikremi er sprauta­ inn Ý ■vagrßsina. Ů˙ getur or­i­ var vi­ a­ svolÝti­ af ■essu

Bl÷­ruspeglun

Framkvæmd
  • Rannsóknin er nærri alltaf gerð í staðdeyfingu þar sem deyfikremi er sprautað inn í þvagrásina. Þú getur orðið var við að svolítið af þessu kremi leki út um þvagrásraopið fyrst á eftir, en það er alveg hættulaust. Flestir sjúklingar geta ekið bifreið strax í kjölfar rannsóknar ef líðan er almennt góð að öðru leiti.
Verkir og óþægindi
  • Speglunin er oftast óþægindalítil og afar sjaldan verða fylgikvillar í kjölfarið. Sumir finna fyrir mismiklum sviða eða ónotum í þvagrás við þvaglát sama dag eða næsta sólarhringinn. Ekki er óeðlilegt  að eitthvað blóð geti komið með þvaginu, sérstaklega ef sýni var tekið. Tíðari eða bráðari þvaglát geta einnig komið fyrir í skamman tíma. Slíkt hverfur nærri alltaf sjálfkrafa. Yfirleitt eru verkir hverfandi eða óverulegir, en annars nægja venjuleg verkjalyf oftast nær.
Kynlíf
  • Kynlíf má byrja að stunda næsta dag en skynsamlegt er þó að bíða með kynlíf ef einhver ónot eða blóðmiga eru til staðar.
  • Flestir geta farið til vinnu sama eða næsta dag.
  • Þér er óhætt að fara í bað eða sturtu sama dag og sund næsta dag þar á eftir ef allt er með felldu.
  • Ef þú færð hita, vaxandi verki, verulega blóðlitað þvag eða getur ekki pissað í kjölfarið, þá skaltu hafa samband við lækni eða slysadeild.  
  • Eins ef þú færð merki um þvagfærasýkingu það er, hitahækkun, hroll eða skjálfta með tíðum þvaglátum, blóðmigu og sviða. 
 Athugið:  Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 
 
  •  Valur Þór Marteinsson:  820 0541


SvŠ­i

LŠknastofur Akureyrar á| áGlerßrtorgi - 2. hŠ­ á| áSÝmi 462 2000 á| áritari@lak.isá