A­ger­ ß pung e­a eistum

Verkir og ˇ■Šgindi Flestir fß bj˙g e­a ■rota og eitthva­ mar ß punginn fyrstu 7 – 14 dagana Ý kj÷lfar a­ger­ar sem fer sÝ­an smßm saman minnkandi.

A­ger­ ß pung e­a eistum

Verkir og óþægindi
  • Flestir fá bjúg eða þrota og eitthvað mar á punginn fyrstu 7 – 14 dagana í kjölfar aðgerðar sem fer síðan smám saman minnkandi. Einnig getur borið á þyngslum í pung og eymslum við viðkomu og oftast kemur þykknum á vefnum sem klæðir eistað í fyrstu. Verkir við gang og snertingu eru eðlilegri sem og náraverkir í 1-2 vikur. Verkir eru yfirleitt ekki mikilir og nægja venjuleg verkjalyf oftast nær, en annars færðu sterkari verkjalyf hjá lækni.
 Umbúðir og saumar
  • Það getur seitlað vökvi og smá blóð frá skurðinum fyrstu dagana. Venjulega er grysja yfir skurðinum vegna þessa, sem verður síðan óþarfi að hafa þegar sárið er orðið þurrt. Stundum er gagn af pungbindi eða stuðningi af þéttum nærbuxum. Yfirleitt eru notaðir húðsaumar sem eyðast sjálfkrafa, nema annað sé sérstaklega tekið fram af lækni.
  • Þú mátt fara í sturtu eftir 2-3 daga en slepptu alveg að fara í baðkar, sundlaugar eða heitan pott fyrr en sárið er gróið (ca. 2 vikur).
Hreyfing
  • Mikilvægt er að hafa hægt um sig fyrstu dagana, ekki hjóla eða iðka íþróttir sem reyna á pung. Það fer eftir aldri og umfangi aðgerðar hvenær líkamsþjálfun með venjulegum hætti má hefjast aftur, en almennt geta flestir byrjað að æfa rólega eftir 2-3 vikur og aukið síðan smám saman.  Sama gildir um atvinnu, en það fer eftir starfinu. Sumir geta hafið vinnu strax á fyrstu eða annarri viku
Kynlíf
  • Samfarir er rétt að bíða með á meðan skurðsvæðið er aumt eða bólgið oftast í tvær vikur.
  • Hafðu sambandi við lækni eða slysadeild ef það fer að bera á mikilli bólgu, roða, hita eða auknum verkjum.

 Athugið:  Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 

  • Valur Þór Marteinsson:  820 0541

SvŠ­i

LŠknastofur Akureyrar á| áGlerßrtorgi - 2. hŠ­ á| áSÝmi 462 2000 á| áritari@lak.isá