Septum - RÚtting ß mi­ssnesi

Verkir og verkjame­fer­ Fyrstu dagana getur ■˙ veri­ me­ verki. Ůeir geta veri­ sta­bundnir vi­ nefi­, leitt ni­ur Ý efri tanngar­inn, ˙t Ý kinnbeinin og

Septum - RÚtting ß mi­ssnesi

Verkir og verkjameðferð
  • Fyrstu dagana getur þú verið með verki. Þeir geta verið staðbundnir við nefið, leitt niður í efri tanngarðinn, út í kinnbeinin og upp í enni. Margir finna fyrir höfuðverk daginn eftir aðgerðina. 
  • Oftast dugar að taka Parasetamol en stundum ávísar læknirinn lyfseðli upp á sterkari vekjalyf.
  • Þú mátt alls ekki taka lyf sem innihalda Aspirín eða önnur bólgueyðandi lyf s.s. Íbúfen, Naproxen, Voltaren eða Vóstar, vegna blæðingahættu á meðan nefið er að gróa, en það tekur um 2-4 vikur.
  • Stoðirnar í nefinu eru fjarlægðar eftir 1-3 daga. Læknirinn leggur línurnar fyrir framhaldið í þeirri skoðun.
Matur og drykkur
  • Þú mátt borða og drekka um leið og þú treystir þér til. Forðastu heita drykki s.s kaffi og te þar til stoðirnar hafa verið fjarlægðar úr nefinu.
Blæðingarhætta
  • Oft blæðir úr nefinu á meðan þú ert á vöknun og er það eðlilegt. Ef skyndileg blæðing verður er heim er komið þá hafðu samband við lækni. Gott er að setja kaldan bakstur varlega á nefið til að draga úr blæðingunni.
Hreyfing
  • Algengast er að vera frá vinnu í 2-3 vikur. Forðastu mikla áreynslu s.s. íþróttir fyrstu vikurnar á meðan að brjóskið er a gróa. Þú mátt ekki fara í sund, gufubað eða heita potta fyrstu 2-3 vikurnar, eða þar til að sárið í nefinu er gróið.

Athugið:  Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 

  • Friðrik Páll Jónsson
  • Erlingur Hugi Kristvinsson

 

SvŠ­i

LŠknastofur Akureyrar á| áGlerßrtorgi - 2. hŠ­ á| áSÝmi 462 2000 á| áritarar@lak.isá