Hálskirtlataka - fullorðinna
Ástæður hálskirtlatöku
Hálskirtlar eru eitilvefur sem tilheyrir varnarkerfi líkamans. Hann hefur þýðingu fyrstu 2-3 ár ævinnar, eftir það gerir hann
Hálskirtlataka - fullorðinna
Ástæður hálskirtlatöku
-
Hálskirtlar eru eitilvefur sem tilheyrir varnarkerfi líkamans. Hann hefur þýðingu fyrstu 2-3 ár ævinnar, eftir það gerir hann ekki
gagn.
-
Helstu ástæður aðgerðarinnar eru langvinnar og endurteknar sýkingar eða ofvöxtur sem hefur heftandi áhrif á svefn og/eða
mataræði og samverkandi þættir eins og kögglamyndun í kirtlum, andremma og særindi í koki.
Undirbúningur, aðgerð og dvöl á vöknun
-
Þú kemur fastandi og aðgerðin er gerð í svæfingu. Mikilvægt er að taka paracetamól klukkutíma fyrir en aðeins má taka
töflurnar með vatni. Hægt að taka stíla í stað tafla í sömu skömmtum.
-
Oftast er settur æðaleggur áður en þú sofnar og svæfingalyf gefið í æð.
-
Á vöknun er gefin ógleðistyllandi- og verkjalyf eftir þörfum og leggurinn svo fjarlægður fyrir heimferð. Þú færð að fara
heim þegar þér líður vel og getur drukkið.
-
Það þarf einhver að sækja þig alla leið upp á Læknastofurnar og fylgja þér heim.
Verkir og verkjameðferð
-
Þú getur fundið fyrir verkjum í hálsi og tungu í um 10-14 daga og eru þeir oftast verstir á morgnana. Verkurinn getur verið bæði
staðbundinn og leitt út í eyru. Gott er að taka verkjalyf klukkustund fyrir máltíð samkvæmt fyrirmælum læknisins.
-
Þú mátt alls ekki taka lyf sem innihalda Aspirín eða önnur bólgueyðandi lyf s.s. Íbúfen, Naproxen,
Voltaren eða Vóstar, vegna blæðingahættu, á meðan hálsinn er að gróa, en það tekur um tvær vikur. Þú
færð lyfseðil með þér heim sem inniheldur Paracetamol og Kódein. Kódein getur stundum valdið ógleði sérstaklega í
stórum skömmtum og þá er hægt að taka bara Parasetamól sem fæst án lyfseðils. Yfirleitt er líka skrifað upp á
Celebra sem er bólgu - og verkjalyf, sem hefur ekki áhrif á blóðstorku.
Matur og drykkur
-
Það er mjög mikilvægt að drekka vel af vökva á meðan sárin eru að gróa. Þér er óhætt að borða
flestan mat eftir aðgerðina en matur og drykkur má ekki vera heitur aðeins volgur. Flestum reynist samt best að borða fljótandi
mjúka fæðu. Mörgum þykir gott að fá íspinna, þar sem áhrif kuldans eru verkjastillandi. Gott er að dreypa oft á klakavatni fyrstu
sólahringana vegna verkjastillandi áhrifa. Heita drykki máttu drekka eftir tvær vikur. Ógleði og uppköst eru venjulega ekki vandamál eftir fyrsta
sólahringinn.
Sárið og blæðingarhætta
-
Reynslan hefur sýnt að ef engar blæðingar eru strax eftir aðgerðina (á vöknun) er ekki hætta á blæðingu fyrr en eftir um
það bil viku. Þegar hrúðrið á sárabeðinu losnar og þá getur rifnað ofan af æðum sem blæðir þá
úr. Ef slík blæðin verður skaltu drekka ísvatn og skyrpa blóðinu, hafðu samband við lækni eða næstu bráða-
eða slysamóttöku ef blæðingin er veruleg og stoppar ekki.
-
Til að forðast sýkingar er gott að halda munninum hreinum, bursta tennur 2-3 á dag, skola munninn vel með vatni eftir máltíðir.
-
Ekki er gott að ræskja sig harkalega meðan sárin eru að gróa. Eðlileg er að sterk lykt komi úr vitum fyrstu dagana eftir aðgerðina á
meðan skánirnar eru að hverfa. Alls ekki kroppa í eða fjarlægja skánirnar.
Hiti
-
Eðlilegt er að hafa hitaslæðing, allt að 38°í viku eftir aðgerð. Hafðu samband við lækni ef hitinn fer hækkandi.
Neyðarsími fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er: 842 5333
- Friðrik Páll Jónsson
- Erlingur Hugi Kristvinsson