Hßlskirtlataka - barna

┴stŠ­ur hßlskirtlat÷ku Hßlskirtlar eru eitilvefur sem tilheyrir varnarkerfi lÝkamans. Hann hefur ■ř­ingu fyrstu 2-3 ßr Švinnar, eftir ■a­ gerir hann

Hßlskirtlataka - barna

Ástæður hálskirtlatöku
 • Hálskirtlar eru eitilvefur sem tilheyrir varnarkerfi líkamans. Hann hefur þýðingu fyrstu 2-3 ár ævinnar, eftir það gerir hann ekki gagn. Helstu ástæður aðgerðarinnar eru langvinnar og endurteknar sýkingar eða ofvöxtur sem hefur heftandi áhrif á svefn og/eða mataræði. Oft eru samverkandi þættir eins og kögglamyndun í kirtlum, andremma og særindi í koki. 
Undirbúningur, aðgerð og dvöl á vöknun
 • Barnið kemur fastandi og aðgerðin er gerð í svæfingu. Sjaldnast er þörf á forlyfjagjöf annað en paracetamól klukkutíma fyrir komu. Barnið sofnar yfirleitt með að anda að sér svæfingalyfi í gegnum grímu. Misjafnt er hvað börn sofa lengi eftir aðgerðina, sum vakna strax en önnur sofa í tæpa klukkustund. Þau börn sem vakna strax geta verið óróleg vegna áhrifa af svæfingalyfjum sem gefin voru í aðgerðinni. 
 • Settur er æðaleggur í aðgerðinni sem hægt er að nota á vöknun til að gefa ógleði og verkjalyf eftir þörfum. Hann er svo fjarlægð áður en barnið fer heim.
 • Barnið má drekka þegar það er vel vaknað eftir aðgerðina og borða ef það hefur lyst. Ekki er óeðlilegt að sum börn fái ógleði og jafnvel uppköst.
Verkir og verkjameðferð
 • Verkir geta verið í allt að 10 – 14 dögum eftir aðgerð og eru verstir á morgnana. Oft fylgir sár verkur út í eyrun. Gott getur verið að taka verkjalyf hálfri klst. fyrir mat. 
 • Ekki má taka lyf sem innihalda Aspirín eða önnur bólguhemjandi lyf svo sem Ibúfen, Naproxen, Voltaren eða Vostar meðan hálsinn er að gróa, sem tekur um 2 vikur.
 • Paracetamól stíla getur þurft að gefa í stærri skömmtum en mælt er með utan á umbúðum en aldrei meira en 90mg/kg/á sólahring skipt í 4-5 skammta. 
 • Dæmi um hámarks skammt er sýnt í töflu hér að neðan:
   
 • 15 kg: 310 mg x 4 eða 250 mg x 5 sinnum
 • 20 kg: 375 mg x 4 og auka 250 mg einu sinni
 • 25 kg: 500 mg x 4 0g auka 250 mg einu sinni
 • 30 kg: 500 mg x 5 sinnum
 • 35 kg: 750 mg x 4 sinnum
 • 40 kg: 750 mg x 4 og auka 500 mg einu sinni
 • Eldri börn fá lyfseðil með sér heim.

Matur og drykkur 
 • Mikilvægast er að drekka vel af vökva. Börn drekka nógu mikið ef þau pissa að minnsta kosti tvisvar eða þrisvar yfir sólarhringinn. Óhætt er að borða flestan mat en matur og drykkur má ekki vera heitur. Flestum reynist best að vera í fljótandi eða mjúku fæði. Ef yngri börn drekka lítið er það oft vegna verkja. Best er þá að nota tækifærið um klukkustund eftir verkjalyfjagjöf og gefa þeim vel að drekka. Ef börn drekka ekkert þarf að hafa samband við lækni (sjá: ef vandamál koma upp).
 • Ógleði og uppköst er venjulega ekki vandamál eftir fyrsta sólahringinn.
Sárið og blæðingar
 • Reynslan hefur sýnt að ef ekki eru neinar blæðingar strax eftir aðgerð er ekki hætta á blæðingum fyrr en eftir u.þ.b. viku +/- 2-3 dagar. Þetta stafar af því að skánir (hrúður) losna af sárbeðnum og þá getur rifnað ofan af æðum sem blæðir þá úr. Ef slík blæðing kemur skal skola hálsinn vel með ísvatni og forðast að kyngja blóðinu. 
 • Ef blæðing er veruleg og stoppar ekki verður að hafa samband við lækni eða fara á næstu bráða- eða slysamóttöku 
 • Gott er að hreinsa vel munninn til að minnka líkur á sýkingu í hálsi. Bursta tennur 2-3. sinnum á dag, skola munninn vel og kyngja vatnssopa eftir hverja máltíð. Varast skal harkalegar ræskingar. 
 • Eðlilegt er að ljós skán sitji á hálsinum í u.þ.b. viku tíma eftir aðgerð og fylgir henni yfirleitt sterk lykt úr vitum en hún hverfur smám saman. Ekki kroppa í skánirnar eða fjarlægja þær.
Sýking og hiti
 • Eðlilegt er að hafa hitaslæðing, allt að 38° í viku eftir aðgerð. Hafið samband við lækni ef hitinn fer hækkandi.
Hreyfing
 • Börn eiga að vera heima í 7-10 daga. Forðast íþróttir og áreynslu í 2 vikur. Einnig skal varast heit böð og sund.


Neyðarsími fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er 842 5333

 • Erlingur Hugi Kristvinsson
 • Friðrik Páll Jónsson

SvŠ­i

LŠknastofur Akureyrar á| áGlerßrtorgi - 2. hŠ­ á| áSÝmi 462 2000 á| áritari@lak.isá