Endaþarmsaðgerðir

Fyrir aðgerð: Taka hægðarlyf í 3 daga fyrir aðgerðina. (Magnesia medic 2x2 og HUSK 15 ml x 2).   Ekki borða neina fasta fæðu 6 klst fyrir aðgerð og

Leiðbeiningar fyrir og eftir aðgerð í endaþarmsopi

Fyrir aðgerð:

Taka hægðarlyf í 3 daga fyrir aðgerðina. (Magnesia medic 2x2 og HUSK 15 ml x 2).  

Ekki borða neina fasta fæðu 6 klst fyrir aðgerð og einungis tæra vökva þar til 2 klst. fyrir aðgerð, fasta eftir það.

Ein túpa af Microlax hægðalyfi í endaþarm 1 – 2 klst fyrir aðgerð.

Bað eða sturta kvöldið fyrir aðgerð og aðgerðardagsmorgun.

Forðast notkun blóðþynnandi lyfja t.d. þeirra sem innihalda magnýl og bólgueyðandi lyfja (t.d. Ibufen, Voltaren eða Naproxen) í 8 daga fyrir aðgerðina.

Kóvar þarf að hætta að taka 5 dögum fyrir aðgerð.

Xaralto, Eliquis og Pradaxa á ekki að taka í 3 daga fyrir aðgerð.

Þeir sjúklingar sem taka blóðþrýstingslækkandi lyf eða hjartalyf mega taka þau með vatnssopa að morgni aðgerðardags.

 

Eftir aðgerð:

Sárið: Sár í endaþarmsopinu eru yfirleitt skilin eftir opin til þess að þau sýkist ekki. Það er mikilvægt að halda þeim hreinum með því að skola með handsturtu eða í baði 2svar á dag og eftir hægðarlosun. Þar er gott að hafa grisjur á milli rasskinnanna til að taka á móti vökva úr sárinu og til þess að það lofti betur um endaþarmsopið.  AD krem ver húðina gegn sárvökvanum og minnkar verki og sviða.

Verkir: Það er mikilvægt að halda hægðum mjúkum til þess að þurfa ekki að rembast og það minnkar hættuna á því að fá mikla verki.  Heit böð draga út verkjum og kláða.  Xylocain salve er deyfikrem sem má bera á endaþarminn. Þú færð lyfseðil fyrir verkjalyf til að taka eftir aðgerðina. Algengustu lyf eru Panodil 500mg 2x4, Ibufen 400mg 1x4 og Tramadol 50mg 1-2x4.

Mataræði:  Áríðandi er að halda hægðum mjúkum. Það fæst best með því að borða trefjaríkan mat (hveitiklíð, grænmeti og ávexti) og drekka mikið af vatni. Fyrstu vikurnar eftir aðgerð getur verið nauðsynlegt að nota hægðalyf (Magnesia medic 2x2 og HUSK 2 mæliskeiðar x 2).  

Hægðir: Ekki rembast við hægðalosun. Það eykur á blæðingarhættu, bjúgmyndun og verki.

Hreyfingar: Öll hreyfing er góð. Forðastu langar setur.

Vinna: Það fer eftir aðgerðinni hvað þú þarft að vera lengi frá vinnu, þú færð vinnuveitendavottorð eftir aðgerðina.

 

Ef þú færð aukna verki, blæðingu eða hita skaltu hafa samband við lækninn þinn Tryggva Stefánsson í síma 896 5431.  Netpóstur: tryggvi@simnet.is

 

Gangi þér vel Starfsfólk

Svæði

Læknastofur Akureyrar  |  Glerártorgi - 2. hæð  |  Sími 462 2000  |  ritari@lak.is