Verkir
-
Fyrstu dagana getur þú haft óþægindi í úlnliðnum og þá er best að taka t.d. Paracetamol og Ibufen, sem hægt er að fá án lyfseðils.
-
Mikilvægt er að halda hendinni í hjartahæð til að draga úr þrota og verkjum á aðgerðarsvæðinu.
-
Ef þetta duga ekki skalt þú hafa samband við lækni.
Saumar og umbúðir
-
Umbúðirnar eiga að vera þéttar og þægilegar. Við mikla verki eða bólgu á fingrum er rétt að losa umbúðirnar og setja þær aftur á en lausari. Þú skalt hafa umbúðirnar á hendinni fyrstu 5–7 dagana eftir aðgerð. Þá er gott að þvo höndina með mildu sápuvatni og setja minni umbúðir á skurðsárið.
-
Saumana þarf að taka 12-14 dögum eftir aðgerðina. Hægt er að koma í saumatöku á Læknastofur Akureyrar og skaltu þá hafa samband þangað í síma 462-2000 til að fá tíma. Einnig getur þú gert aðrar ráðstafanir varðandi saumatöku.
-
Þér er óhætt að fara í sturtu daginn eftir aðgerð en þú þarft að tryggja að umbúðirnar blotni ekki - notið plastpoka. Umbúðirnar þurfa að haldast þurrar fyrstu 5–7 dagana.
-
Slepptu alveg að fara í baðkar, sund og heita potta á meðan sárið er að gróa (4 vikur) vegna sýkingarhættu.
Hreyfing
-
Gott er að hreyfa fingurnar þegar deyfingin er farin úr þeim og auka svo hreyfinguna smám saman. Þér er óhætt að fara að stunda líkamsrækt eftir ca. 4 vikur frá aðgerð.
Vinna
-
Þú getur reiknað með að vera í 2–6 vikur frá vinnu, en það fer líka eftir því við hvað þú starfar.
-
Hafðu samband við lækni ef það fer að bera á mikilli bólgu, roða eða auknum verkjum.
Athugið: Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333.
-
Guðni Arinbjarnar: símatími miðvikudaga kl. 11–12 í síma 8945840 eða sendið netpóst á dr@centrum.is