Axlarspeglun

Verkir Fyrstu dagana getur ■˙ veri­ me­ ˇ■Šgindi Ý ÷xlinni og ■ß er best a­ takaá t.d. Paracetamol og Ibufen, sem hŠgt er a­ fß ßn lyfse­ils. Ef ■au

Axlarspeglun

Verkir
  • Fyrstu dagana getur þú verið með óþægindi í öxlinni og þá er best að taka  t.d. Paracetamol og Ibufen, sem hægt er að fá án lyfseðils. Ef þau duga ekki skalt þú hafa samband við lækni.
Saumar og umbúðir
  • Saumar eru í öxlinni, sem á að taka 10 – 12 dögum eftir aðgerðina. Hægt er að koma í saumatöku á Læknastofur Akureyrar og skaltu þá hafa samband þangað í síma 462-2000 til að fá tíma. Einnig getur þú gert aðrar ráðstafanir varðandi saumatöku.
  • Þér er óhætt að fara í sturtu daginn eftir aðgerð, skiptu um plástra á eftir. Slepptu alveg að fara í baðkar, sund og heita potta á meðan sárið er að gróa (2–3 vikur).
Hreyfing
  • Þú mátt hreyfa handlegginn að sársaukamörkum strax eftir aðgerð. Ef verkir leyfa er óhætt að fara að stunda líkamsrækt ca. 4 vikum eftir aðgerðina.
Vinna
  • Reiknaðu með að vera frá vinnu í 3 – 5 vikur en það miðast líka við hvað þú starfar.
  • Hafðu samband við lækni ef það fer að bera á mikilli bólgu, roða eða auknum verkjum.
     
Athugið:  Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 


  • Guðni Arinbjarnar: símatími miðvikudaga kl. 11 – 12 í síma 8945840 eða sendið netpóst á dr@centrum.is

 

SvŠ­i

LŠknastofur Akureyrar á| áGlerßrtorgi - 2. hŠ­ á| áSÝmi 462 2000 á| áritari@lak.isá