Nįrakvišslitsašgeršir

Nįrakvišslitsašgerš Žetta įstand skapast vegna veikleika ķ kvišvegg ķ nįra. Žaš er algengara hjį körlum en konum. Vegna veikleikans myndast gat

Nįrakvišslitsašgeršir

Nárakviðslitsaðgerð
 • Þetta ástand skapast vegna veikleika í kviðvegg í nára. Það er algengara hjá körlum en konum. Vegna veikleikans myndast gat í kviðvegginn og þá getur innihald kviðar smokrast í gegnum gatið. Algengast er að finna þarna fyrir hnút eða kúlu sem kemur fram við að hósta, rísa upp eða rembast, en sem hverfur oftast við að leggjast út af. Sumir hafa lært að ýta kúlunni inn aftur. Misjafnt er hvort eða hversu mikil óþægindi menn hafa af þessu. Oftast er ráðlagt að gera skurðaðgerð. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt og gefur þá læknir ráðleggingar og útskýringar. Einstaka sinnum getur þarmalykkja festst í gatinu. Þá getur þarmurinn (görnin) skemmst og gera þarf bráðaaðgerð.
Aðgerðin:
 • Oftast er aðgerðin gerð með skurði í nára, en stundum er með kviðarholsspeglun. Gert er við gatið í kviðveggnum með því að sauma það saman og/eða setja net til styrktar. Til þess að þetta sé hægt þarf deyfingu eða svæfingu. Hvaða aðferð er notuð í einstökum tilfellum er svolítið mismunandi og læknirinn útskýrir það.
Eftir aðgerðina:
 • Fyrstu dagana má búast við verkjum við vissar hreyfingar. Oftast er því ráðlegt að taka verkjalyf reglulega í 2-4 daga, eins og t. d. tvær Paratabs (Panodil) og eina Íbufen (bólgueyðandi lyf) á 6 klst. fresti. Það kemur fram mar á aðgerðarsvæðinu og dálítið þykkildi sem minnkar hægt á nokkrum vikum. Flestir eru frá vinnu í 1-2 vikur. Við létta vinnu er hægt að byrja fyrr en við erfiðisvinnu getur þurft að bíða lengur.
Saumataka og umbúðir:
 • Læknirinn útskýrir fyrir þér hvort og hvenær þú þarft í saumatöku. Plástursræmur halda sárköntunum saman og ættu þær að vera óhreyfðar í 10 daga eða lengur. Þar yfir eru umbúðir sem skipta má um eftir þörfum. Þú mátt fara í sturtu eftir 2-4 daga, en gott er að nota hárþurrku til að þurrka plástra og umbúðir ef þeir/þær blotna.
Hvað ber að varast:
 • Forðast ber kröftuga áreynslu fyrstu 3-4 vikurnar. Verst er ef slíkt gerist óvænt eins og t. d. ef maður hrasar og spennir þá kviðinn skyndilega og ósjálfrátt. Eins ef reynt er að lyfta eða sveifla þungum hlut. Óhætt er að lyfta og reyna á sig með rólegum hreyfingum, þ. e. þreyfa sig áfram og láta verkinn takmarka álagið. 
Hafðu samband við lækni þinn eða slysadeild ef eftirfarandi gerist: 
 • Blæðing sem ekki vill stöðvast
 • Miklir eða vaxandi verkir
 • Vaxandi hiti/bólga á skurðsvæði

Athugið:  Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 

Símar: 
 • Haraldur 8611423
 • Theodór 6973688 
 • Valur Þór 8200541

 

Svęši

Lęknastofur Akureyrar  |  Glerįrtorgi - 2. hęš  |  Sķmi 462 2000  |  ritari@lak.is