Æðahnútaaðgerðir

Eftir æðahnútaaðgerð geta vaknað hjá þér spurningar við hverju má búast við næstu daga og vikur. Verkir:  Verkir eftir aðgerð eru yfirleitt ekki

Æðahnútaaðgerðir


Eftir æðahnútaaðgerð geta vaknað hjá þér spurningar við hverju má búast við næstu daga og vikur.

  • Verkir:  Verkir eftir aðgerð eru yfirleitt ekki miklir. Venjulega nægir að taka tvær Panodil (Paratabs) og eina Íbúfen töflu (bólgueyðandi lyf) saman eftir þörfum við verkjum fyrstu 1-3 dagana, e. t. v. tvisvar til þrisvar á dag.
  • Saumar og umbúðir:  Eðlilegt er að það myndist mar og þrymlar á fætinum, en það hverfur á nokkrum vikum. Æskilegt er að hafa teygjubindið á í 1-2 sólarhringa en eftir það þarft þú að vera í teygjusokkunum (þó ekki yfir nóttina) í 1-3 vikur, eftir umtali. 
  • Oftast eru notaðir saumar sem eyðast en stundum þarf að taka saumana. Læknir þinn upplýsir þig um þetta. Hægt er að koma í saumatöku á Læknastofur Akureyrar og þá þarf að hafa samband þangað í síma 462 2000 og fá tíma. Einnig getur þú gert aðrar ráðstafanir varðandi saumatöku.
  • Þú mátt taka teygjubindið af eftir og fara í sturtu eftir 2 daga, en gott er að nota hárþurrku til að þurrka húð og húðplástra. Þú skalt sleppa sundlaugum, baðkari, heitum pottum, gufu og ljósum í 3 vikur. 
  • Hreyfing:  Hvatt er til að hreyfa tær, ökkla sem og um hné strax frá byrjun. Þú mátt vera á ferðinni og fara í gönguferðir eftir því sem þú treystir þér til og líður vel af. Gott er að hafa hærra undir fætinum þegar þú liggur eða situr.
  • Þú mátt fara að stunda létta líkamsrækt og skokka eftir 1-3 vikur.
  • Vinna:  Hvenær má fara að vinna er misjafnt eftir eðli aðgerðar og atvinnu, en oftast eftir 1/2 - 2 vikur

 Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við aðgerðina hafðu þá samband við skurðlækninn þinn.

Athugið:  Ef eitthvað kemur upp á fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð er neyðarsími Læknastofu Akureyrar 8425333. 

Hafðu samband við skurðlækninn þinn eða slysadeild ef þú verður var/vör við eftirtalin einkenni:

  • Hiti, miklir og vaxandi verkir
  • Hiti og bólga á skurðsvæði eða ef blæðir í gegnum umbúðir og blæðing stöðvast ekki.

 

Sími: Haraldur: 861- 4023

Gangi þér vel

Starfsfólk 


Svæði

Læknastofur Akureyrar  |  Glerártorgi - 2. hæð  |  Sími 462 2000  |  ritari@lak.is